top of page
Search

Vetrardagskrá Samherja 2024-2025



Vetrarstarfið hefst hjá okkur samkvæmt tímatöflu mánudaginn 26. ágúst. Undantekning á þessu er að æfingar eldri borgara hefjast 2. september og fyrsti Zumba tíminn verður í Hjartanu miðvikudaginn 4. september.


Við vekjum athygli á því að Vatnsleikfimi fyrir eldri borgara er skráð kl. 13:30 í tímatöflu. Til að byrja með mun vatnsleikfimin á fimmtudögum vera kl. 14-15 en þegar kólnar í veðri og hlé verður á sundkennslu yngstu skólabarnanna færast þessar æfingar til kl. 13:30.


Vikuna 26. ágúst - 1. september verður "Opin vika". Þá gefst öllum tækifæri til að prófa alla opna tíma í tímatöflunni. Við hvetjum ykkur til að nýta þessa viku vel. Eftir "Opnu vikuna" eiga allir iðkendur að vera skráðir á Sportabler en fyrir þá sem eru nú þegar búnir að ákveða sig þá er búið að opna fyrir skráningu. Ef þið getið ekki nýtt opnu vikuna þá er velkomið að koma í einn prufutíma síðar - þá í samráði við þjálfara hverju sinni.


Við hlökkum til vetrarins og vonandi geta allir, ungir sem aldnir og allt þar á milli, fundið einhverja hreyfingu við sitt hæfi.





213 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page