top of page
Search
Writer's pictureStjórn Umf. Samherjar

Sumardagskrá að ljúka og vetrardagskrá í smíðum

Nú er komið að leiðarlokum í sumarprógrammi Samherja og við tekur vetrardagskrá sem stjórn félagsins vinnur að hörðum höndum að setja saman.


Það er ljóst að íþróttahúsið verður ekki tilbúið til notkunar fyrr en um eða upp úr miðjum september. Miklar tafir hafa orðið á framkvæmdum við nýtt gólfefni vegna afgreiðslu á efni að utan. Vinna við verkefnið mun þó hefjast á næstu dögum og er áætlað að um einn mánuð taki að klára það.


Eitt af leiðarljósum nýrrar stjórnar er að gera rekstur félagsins sjálfbæran án tekna af Handverkshátíð sem hefur fallið niður tvö ár í röð og ríkir í raun óvissa um framhald hátíðarinnar vegna sóttvarnarráðstafana sem fyrirsjáanlegar eru næstu misseri. Til að gera reksturinn sjálfbæran mun reynast nauðsynlegt að hækka æfingagjöld og laga fjölda íþróttagreina og skipulagningu þeirra að þeim fjárhagsramma sem félagið þarf að setja sér. Verkefnið er því ekki bara að raða niður hefðbundinni tímatöflu heldur líka að skoða þátttöku í einstökum greinum, meta launakostnað og taka tillit til fleiri þátta. En grunnstefið er það sama, að allir geti æft þær greinar sem þeir kjósa gegn einu æfingagjaldi þó með þeim skorðum að skrá þarf börn í þær íþróttagreinar sem verða í boði og þau hyggjast æfa.


Stjórn UMF Samherja gerði könnun á því meðal grunnskólanema hvaða íþróttagreinar - aðrar en í gangi hafa verið undanfarin ár, þeir myndu vilja stunda. Út úr þessari könnun kom mjög afgerandi niðurstaða sem stjórnin er að vinna með. Má þar helst nefna rafíþróttir og fimleika.


Við biðjum foreldra að sýna okkur smá biðlund varðandi nýja tímatöflu, en við vonumst til að eigi síðar en um mánaðarmótin verði hún tilbúin og kynnt.


110 views0 comments

Recent Posts

See All

Breytingar á tímatöflu

Veturinn fer vel af stað og það er gaman að sjá starfið blómstra og góð mæting er í flesta tíma. Við höfum þó þurft að gera smávægilegar...

Comments


bottom of page