top of page
Search

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum

UMF. Samherjar áttu þrjá keppendur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem haldið var á Laugum helgina 13.-14. júlí.


Katrín Björk Andradóttir, 14 ára, vann gullverðlaun í kúluvarpi og er því Íslandsmeistari í þeirri grein. Einnig varð hún í öðru sæti í hástökki, þriðja sæti í 80m hlaupi, langstökki, 80m grindahlaupi og 800 m hlaupi.






Þórunn Sif Andradóttir og Lilja Sól Favour Kristbjörnsdóttir kepptu í fjölþraut en keppt var í kúluvarpi, 60m hlaupi, langstökki, hástökki, spjótkasti og 400m hlaupi. Gefin eru stig fyrir hverja grein og samanlögð stig ráða svo úrslitum. Þórunn Sif endaði í þriðja sæti eftir hörkukeppni og Lilja Sól endaði í tíunda sæti.








Frábær árangur hjá stelpunum okkar, vonumst til að sjá fleiri á næsta móti!

– Áfram Samherjar!










55 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page