Aðalfundur ungmennafélagsins Samherja verður haldinn í Félagsborg mánudaginn 10. mars 2025 kl. 20.
Dagskrá fundarins er:
Kosnir fastir starfsmenn
Skýrsla stjórnar
Gjaldkeri leggur fram reikninga
Umræður um skýrslur og reikninga
Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar og afgreiðsla þeirra
Kosning stjórnar
Önnur mál
Fundargerð lesin
Fundarslit
Stjórn hvetur sveitunga til að fjölmenna á aðalfundinn og hafa þannig áhrif á störf félagsins. Málefni sem félagar óska eftir að taka fyrir á aðalfundi ber að tilkynna stjórnarmanni minnst 2 dögum fyrir aðalfund. Að þessu sinni munu 4 stjórnarmenn ganga úr stjórn. Óskum við því eftir framboðum 4 einstaklinga í stjórn og 2 varamönnum. Það er mjög gaman og gefandi að starfa í stjórn ungmennafélagsins. Stjórnin vinnur ötulum höndum að því að efla starf félagsins þannig að sem flestir geti fundið hreyfingu og félagsskap við sitt hæfi. Stjórnin óskar eftir framboðum öflugra einstaklinga – margar hendur vinna létt verk! Áhugasömum er bent á að hafa samband á netfangið samherjar@samherjar.is
Minnum á að enginn verður neyddur til að taka sæti í stjórn og því er óhætt að mæta óhrædd á aðalfundinn!
Comentarios