top of page

Íþróttafatnaður UMF Samherja

Undanfarna mánuði hefur stjórn Samherja unnið að búningamálum fyrir félagið. Niðurstaðan var að
ganga til samninga við JAKO. Einn af stóru þáttunum sem horft var til var þjónusta og aðgengi. Einnig
var horft til fjölbreytni í vöruframboði til að koma til móts við fjölgreinafélag eins og okkar félag er.
Jako býður upp á vefverslun þar sem hægt er að panta búninga og fylgihluti eftir þörfum. Slóðina á
vefverslunina má finna hér:


https://jakosport.is/voruflokkur/ithrottafelog/umfsamherjar/


Inn á vefsíðunni er hægt að velja íþróttafélög og þar undir er linkur á síðuna okkar hjá Jako ,UMF
Samherjar. Þar er hægt að panta félagsföt merkt UMF. Samherjar, þetta er í raun þá eins og
hver önnur vefverslun. Þið pantið og fáið þetta sent heim til ykkar. Það á síðan eitthvað eftir að
bætast við af vörum með tíð og tíma. Frá því að vefsíðan opnaði hafa t.d. bæst inn bómullar
hettupeysur. Með þessu erum við vonandi búin að koma búningamálum félagsins í þokkalegan farveg næstu árin.

 

Varðandi númer á keppnistreyjur (fótboltreyjur og körfuboltatreyjur), á eingöngu við um
treyjurnar sem þau keppa í, ekkert af hinum fötunum.


Stjórnin tók þá ákvörðun að taka upp númerakerfi á keppnistreyjurnar sem er í raun mjög einfalt en
kemur í veg fyrir að keppendur séu með sama númer á vellinum þegar krafa um það kemur (7 bekk).
Númerakerfið er þannig að þeir iðkendur sem eru fæddir á ári með sléttri tölu velja sér slétta tölu frá
2-98 og þeir iðkendur sem að eru fæddir á ári með oddatölu velja sér oddatölu frá 1-99.
Sem dæmi Jón er fæddur 2012 þá getur hann valið úr sléttum tölum(2-98), Gunna er fædd 2013 þá
velur hún úr oddatölum (1-99).


Ekki er gerð krafa um að hafa mismunandi númer á vellinum fyrr en í 7. bekk í fótbolta og í körfubolta
er það aðeins mismunandi eftir mótum en stundum er það nauðsynlegt í 4-5. bekk. Það er öllum
frjálst að velja númer núna, allt frá 1. bekk upp í 10. bekk en hafa þarf samband við Svönu (sjá
upplýsingar neðar í skjali) til að kanna hvaða númer eru laus.


Samherjar halda skrá um hvaða tölu hver og einn velur. Þess vegna er mikilvægt að hafa samband við
við einhvern í stjórn Samherja eða senda póst á samherjar@samherjar.is til að velja númer. Hægt er
að velja sama númer í báðum greinum svo lengi sem það sé laust. Hægt er að velja númer núna þó
svo að ekki eigi að panta keppnisboli fyrr en á næsta ári fyrir viðkomandi barn.


Nú vitum við að það voru margir nýbúnir að panta körfuboltabúning á börnin sín, við erum ekki að
fara fram á að foreldrar kaupi nýja búninga núna. Eldri búningarnir eru gjaldgengir þangað til þeir eru
orðnir of litlir. Síðan hverfa þeir bara út með tíð og tíma.


Ef þið viljið velja númer núna hafið þá samband við Svönu í síma 8643085 eða sendið póst á samherjar@samherjar.is

Almennursamherji.png
jakosport-logo-blue.png

Section Title

This is a Paragraph. Click on "Edit Text" or double click on the text box to start editing the content and make sure to add any relevant details or information that you want to share with your visitors.

List Title

This is a Paragraph. Click on "Edit Text" or double click on the text box to start editing the content and make sure to add any relevant details or information that you want to share with your visitors.

List Title

This is a Paragraph. Click on "Edit Text" or double click on the text box to start editing the content and make sure to add any relevant details or information that you want to share with your visitors.

List Title

This is a Paragraph. Click on "Edit Text" or double click on the text box to start editing the content and make sure to add any relevant details or information that you want to share with your visitors.

List Title

This is a Paragraph. Click on "Edit Text" or double click on the text box to start editing the content and make sure to add any relevant details or information that you want to share with your visitors.

bottom of page